Lokað frá kl. 15 á Þorláksmessu - átt þú eftir að ná þér í Þórsvörur?

Athugið að afgreiðsla á jólakúlum, konfekti og öðru fylgir lokunartímum í Hamri. Í kvöld, 22. desember, er opið til kl. 20:30 og á morgun, Þorláksmessu, til kl. 15.

Hvað er í gangi?

Lokað verður að mestu í Boganum og Hamri frá hádegi á Þorláksmessu þar til að morgni mánudagsins 2. janúar, með fáeinum undantekningum eins og sjá má á listanum hér að neðan. Yngri flokkar í fótboltanum eru í jólafríi, en æfingar hjá þeim hefjast aftur miðvikudaginn 4. janúar.

Íþróttafólk Þórs - kjöri lýst 6. janúar

Hin árlega samkoma Við áramót verður haldin í Hamri föstudagskvöldið 6. janúar 2023. Dagskráin verður hefðbundin og lýkur henni með því að íþróttakona og íþróttakarl Þórs verða krýnd.

Úr Höllinni á HM?

Nú eru erlendu leikmenn handknattleiksliðs Þórs í Grill 66 deildinni farnir heim í jólafrí, en einn þeirra, Kostadin „Koki“ Petrov verður mögulega lengur í burtu en þeir Josip Vekic og Jonn Rói Tórfinsson.

Jólahappdrætti Handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeildin er þessa dagana með eitt af mikilvægustu fjáröflunarverkefnum deildarinnar, jólahappdrættið.

Jafnt í Grafarvoginum

Þórsarar sóttu eitt stig í Grafarvoginn þegar þeir mættu Fjölni í Grill 66 deildinni í handbolta í dag. Lokatölur 24-24. Næsti leikur er 20. janúar.

Hvað er í gangi?

Pílukast, körfubolti, handbolti, fótbolti, rjómavöfflur og alls konar.

KA/Þór úr leik í bikarkeppninni

Tap í Eyjum og þátttöku í bikarkeppninni lokið þetta árið.

Sex marka tap syðra

Eftir jafnan fyrri hálfleik lutu Þórsarar í lægra haldi fyrir ungmennaliði Vals í dag, 30-24.

KA/Þór með langþráðan sigur

KA/Þór vann Stjörnuna, næstefsta lið Olís-deildarinnar, með þriggja marka mun í dag.