Fréttir & Greinar

Pílukast: Viðar og Óskar í góðum gír í morgun

Okkar menn í pílukastinu voru í eldlínunni í morgun og stóðu sig mun betur en fyrstu tvo dagana. Viðar Valdimarsson vann sinn leik og komst í aðra umferð. Óskar Jónasson var hársbreidd frá því að vinna sænskan pílukastara sem keppti á HM í pílukasti í desember.

Knattspyrna: Tveir Þórsleikir í Kjarnafæðimótinu í kvöld

Keppni í Kjarnafæðimótinu heldur áfram í kvöld og verða tvö Þórslið á grasinu í Boganum. Fyrri leikurinn hefst kl. 18 og sá síðari kl. 20:30.

Tveir frá Þór á pílumóti í Þýskalandi

Pílukastararnir Óskar Jónasson og Viðar Valdimarsson frá píludeild Þórs héldu utan um helgina til að taka þátt í fjölmennu PDC móti sem fram fer í Kalkar í Þýskalandi, PDC EU Q-School. Alls eru 850 keppendur skráðir til leiks. 

Útsendingar og streymi frá leikjum

Þór TV er með beint streymi, stundum með lýsanda, stundum ekki, frá heimaleikjum félagsins í körfubolta karla og kvenna. Mögulega einnig frá heimaleikjum í Lengjubikarnum í knattspyrnu. 

Sjö Þórsarar boðaðir á landsliðsæfingar

Sjö ungir knattspyrnumenn úr Þór æfa með yngri landsliðum Íslands í janúar.

Frítt í janúar fyrir nýja iðkendur

Í tilefni af EM í handbolta býður Unglingaráð handknattlleiksdeildar Þórs nýjum iðkendum að æfa frítt í janúar.

Knattspyrna: Þrír öruggir sigrar í Kjarnafæðimótinu

Tvo lið frá Þór og eitt frá Þór/KA spiluðu í Kjarnafæðimótinu í gær og unnu okkar lið öll örugga sigra. Þór/KA mætti FHL eða blöndu úr FHL og Einherja, Þór2 mætti sameiginlegu liði Skagfirðinga og Húnvetninga úr Kormáki, Hvöt og Tindastóli og í síðasta leik kvöldsins mættust Þór3 og KA4 í B-deild Kjarnafæðismótsins.

Knattspyrna: Fjórir leikir hjá Þór og Þór/KA næstu daga

Handbolti: Fimm marka ósigur KA/Þórs í Garðabæ

KA/Þór spilaði í dag fyrsta leik liðsins eftir jóla- og HM-frí í Olísdeildinni í handbolta þegar liðið mætti Stjörnunni í Garðabæ. Fimm marka tap varð niðurstaðan.

Íþróttafólk Þórs 2023: Elmar Freyr, Maddie og Sandra María kjörin

Kjöri íþróttafólks Þórs var lýst rétt í þessu í hófinu Við áramót sem haldið var í Hamri. Sú óvenjulega staða kom upp að tvær konur urðu hnífjafnar í kjörinu á íþróttakonu Þórs.