Handbolti: Tap í Hafnarfirðinum

Staða KA/Þórs á botni Olísdeildarinnar í handbolta batnaði ekki í dag þegar liðið sótti Hauka heim í Hafarfjörðinn. Haukar unnu með átta marka mun og KA/Þór enn þremur stigum frá næsta liði og þurfa að vinna að minnsta kosti tvo af síðustu þremur leikjunum til að forðast beint fall eða eiga að minnsta kosti möguleika á umspili við lið úr Grill 66 deildinni.

Handbolti: Toppslagur í Höllinni í dag

Þórsarar taka á móti ÍR-ingum í Grill 66 deild karla í handbolta í Höllinni í dag kl. 16. Mikilvæg stig í boði í baráttunni um Olísdeildarsæti.

Handbolt: KA/Þór mætir Haukum í Hafnarfirði

Barátta KA/Þórs fyrir lífi sínu í Olísdeildinni heldur áfram í dag þegar þær fara í Hafnarfjörðinn og mæta Haukum.

Handbolti: Erfið staða varð erfiðari

Erfið staða KA/Þórs á botni Olísdeildar kvenna í handbolta varð enn erfiðari með tapi í botnslag gegn Stjörnunni í gær.

Handbolti: Markvörður Ísfirðinga Þórsurum erfiður

Þórsarar máttu sætta sig við tap gegn Herði á Ísafirði í Grill 66 deild karla í handbolta í gær. Markvörður Ísfirðinga varði 24 skot, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig.

Handbolti: Ögurstund hjá KA/Þór

KA/Þór tekur á móti Stjörnunni í Olísdeild kvenna í handbolta í dag kl. 16:30. Leikurinn er gríðarlega mikivægur fyrir bæði lið í botnbaráttu deildarinnar og því væntanlega hart barist um stigin. Góð mæting og stuðningur við stelpurnar getur skipt sköpum í þeirri baráttu.

Handbolti: Þórsarar á leið til Ísafjarðar

Þór sækir Hörð heim til Ísafjarðar í Grill 66 deild karla í handbolta í dag.

Handbolti: Fimm marka tap í Breiðholtinu

KA/Þór er enn í erfiðri stöðu á botni Olísdeildarinnar eftir fimm marka tap gegn ÍR í Breiðholtinu í gær. Næsti leikur gríðarlega mikilvægur í botnbarátunni. Martha Hermannsdóttir tók fram skóna að nýju í gær, en tæp tvö ár eru frá því þeir fóru á hilluna. Hulda Bryndís Tryggvadóttir mætti til leiks að nýju eftir barnsburðarleyfi.

Handbolti: Bikardraumurinn breyttist í martröð

Lið KA/Þórs fékk slæma útreið á Selfossi í átta liða úrslitum Powerade-bikarkeppninnar og draumurinn um að komast í undanúrslit keppninnar í Laugardalshöll breyttist í martröð. 

Handbolti: Kemst KA/Þór í Höllina?

Átta liða úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta fara fram í kvöld og annað kvöld. KA/Þór á útileik gegn Selfyssingum.