30.04.2024
Oddaleik þarf í einvígi Þórs og Fjölnis til að skera úr um það hvort liðið fer upp í Olísdeild karla í handbolta á næsta tímabili eftir að Fjölnismenn unnu fjórða leik liðanna í Höllinni á Akureyri í gær. Frábær byrjun Þórsliðsins dugði ekki til.
29.04.2024
Þórsarar fá gullið tækifæri í kvöld, á heimavelli og vonandi í fullri Íþróttahöllinni, til að endurheimta sæti í Olísdeild karla í handbolta eftir nokkurra ára fjarveru þegar þeir mæta Fjölni í fjórða leik úrslitaeinvígis Grill 66 deildarinnar.
27.04.2024
Þór vann Fjölni á útivelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Grill 66 deildarinnar um sæti í efstu deild á næsta tímabili, Olísdeildinni. Heimaleikur á dagskrá á mánudag.
26.04.2024
Þór og Fjölnir mætast í þriðja leik úrslitaeinvígis um sæti í Olísdeildinni í handbolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Grafarvoginum og Þórsarar splæsa í rútuferð til Reykjavíkur. Leikurinn hefst kl. 19:30.
24.04.2024
Handknattleiksdeild Þórs stendur fyrir rútuferð með stuðningsfólk á þriðja leikinn í einvígi Þórs og Fjölnis í Grill 66 deild karla. Leikurinn fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi og hefst kl. 19:30. Brottför frá Hamri kl. 12:30.
24.04.2024
Þórsarar unnu fimm marka sigur á Fjölni í öðrum leik liðanna í einvíginu um sæti í Olísdeildinni. Næsti leikur á föstudagskvöld syðra og rútuferð frá Hamri.
23.04.2024
Annar leikur í úrslitaeinvígi Þórs og Fjölnis um sæti í Olísdeild karla í handbolta á næsta tímabili fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld og hefst kl. 18:30. Nú ríður á að Þórsarar fjölmenni í Höllina og láti vel í sér heyra.
22.04.2024
Stjórn handknattleiksdeildar Þórs boðar til aðalfundar deildarinnar þriðjudaginn 30. apríl kl. 16 í Hamri.
20.04.2024
Eftir að hafa elt Fjölnismenn nær allan leikinn náðu Þórsarar að jafna í lokin og knýja fram framlengingu, en heimamenn í Fjölni voru sterkari í framlenginunni, unnu fjögurra marka sigur og tóku forystu í einvíginu.