Ragnar og Kristján endurvöktu valið 1990

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hefur val á íþróttafólki Þórs í svipaðri mynd og það er nú farið fram árlega frá árinu 1990, en þá gaf Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, verðlaunagrip í því skyni að endurvekja þessa hefð eftir að hún hafði legið niðri í um áratug.

Íþróttafólk Þórs: Arna Sif oftast valin

Val á íþróttamanni Þórs með þeim hætti sem við þekkjum núna hófst árið 1990 að frumkvæði Ragnars Sverrissonar kaupmanns í JMJ. Áður hafði staðið nokkur styr um valið sem varð til þess að Ragnar tók af skarið og gaf verðlaunagrip.

Við áramót - dagskrá verðlaunahátíðar

Aðalstjórn Þórs býður leikmönnum, starfsfólki, félagsfólki og velunnurum að mæta í Hamar á morgun, föstudaginn 6. janúar, þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2022 verður lýst.

Námskeið - Verndum börn gegn kynferðisofbeldi

Barnaheill og KSÍ, í samstarfi við Þór, bjóða fólki sem kemur að íþróttastarfi barna á námskeiðið Verndarar barna.

Fjórir Þórsarar í æfingahópi U15

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla í fótbolta, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 11.-13. janúar næstkomandi.

Við áramót - verðlaunahátíð í Hamri 6. janúar kl. 17

Íþróttafélagið Þór býður til verðlaunahátíðar í Hamri föstudaginn 6. janúar, á þrettándanum. Samkoman hefst kl. 17.

Áramótakveðja

Íþróttafélagið Þór óskar Þórsurum öllum, nær og fjær, félagsfólki, stuðningsfólki og samstarfsfyrirtækjum farsældar á nýju ári.

Rafrænt rit komið út: Kvennaboltinn 2022 - Við erum Þór/KA

Rafrænt rit með yfirliti um ýmislegt sem dreif á daga hjá Þór/KA á árinu 2022 er komið út.

Lið og leikmenn frá Þór/KA og KA/Þór tilnefnd hjá K.A.

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, knattspyrnukona hjá Þór/KA, og Agnes Vala Tryggvadóttir, handboltakona hjá KA/Þór, er á meðal þeirra ungu einstaklinga sem tilnefndir eru til Böggubikarsins hjá K.A.

Tryggvi Snær og Sandra Sigurðardóttir á meðal efstu

Tryggvi Snær Hlinason, fyrrum leikmaður Þórs í körfuknattleik, og Sandra Sigurðardóttir, fyrrum leikmaður með Þór/KA/KS í knattspyrnu voru á meðal efstu í kjöri á íþróttamanni ársins 2022.