Fjórir Þórsarar í æfingahópi U15

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla í fótbolta, hefur valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 11.-13. janúar næstkomandi.

Við áramót - verðlaunahátíð í Hamri 6. janúar kl. 17

Íþróttafélagið Þór býður til verðlaunahátíðar í Hamri föstudaginn 6. janúar, á þrettándanum. Samkoman hefst kl. 17.

Áramótakveðja

Íþróttafélagið Þór óskar Þórsurum öllum, nær og fjær, félagsfólki, stuðningsfólki og samstarfsfyrirtækjum farsældar á nýju ári.

Rafrænt rit komið út: Kvennaboltinn 2022 - Við erum Þór/KA

Rafrænt rit með yfirliti um ýmislegt sem dreif á daga hjá Þór/KA á árinu 2022 er komið út.

Lið og leikmenn frá Þór/KA og KA/Þór tilnefnd hjá K.A.

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, knattspyrnukona hjá Þór/KA, og Agnes Vala Tryggvadóttir, handboltakona hjá KA/Þór, er á meðal þeirra ungu einstaklinga sem tilnefndir eru til Böggubikarsins hjá K.A.

Tryggvi Snær og Sandra Sigurðardóttir á meðal efstu

Tryggvi Snær Hlinason, fyrrum leikmaður Þórs í körfuknattleik, og Sandra Sigurðardóttir, fyrrum leikmaður með Þór/KA/KS í knattspyrnu voru á meðal efstu í kjöri á íþróttamanni ársins 2022.

Ábendingar um heiðursmerki

Útbúið hefur verið eyðublað hér á heimasíðunni fyrir félagsfólk sem vill koma með ábendingar um einstaklinga sem ættu skilið að fá heiðursmerki félagsins.

Jólamót Knattspyrnudeildar - leikjadagskrá

Tólf lið taka þátt í mótinu. Dregið hefur verið í riðla og er leikjadagskráin klár. Spilað er í tveimur sex liða riðlum og fara tvö efstu lið úr hvorum riðli áfram í undanúrslit.

Íþróttafélagið Þór óskar ykkur öllum gleðilegra jóla!

Íþróttaskóli Þórs á annan í jólum, söfnun fyrir langveik börn

Bibbi verður með ókeypis tíma fyrir tveggja til fimm ára krakka í Íþróttaskóla Þórs á annan í jólum.