16.05.2022
Selfyssingar fóru heim í dag (laugardag) með öll þrjú stigin úr jafnri viðureign við Þór/KA í Bestu deildinni þar sem úrslitin réðust á vafasömum vítaspyrnudómi.
Þegar á heildina er litið má kannski rökstyðja að leikurinn hafi verið bragðdaufur fyrir áhorfendur. Kannski var hann meira eins og skák þar sem þjálfarar liðanna reyndu að stýra sínum mönnum, vera ofan á í taktíkinni og berjast um stöður á vellinum, en þegar upp var staðið var ekki mikið um færi sem hefðu átt eða gátu gefið mörk.
10.05.2022
Stefnt er að því að hefja sumaræfingar á grasi þriðjudaginn 7.júní næstkomandi.
09.05.2022
Úr greinagerðinni: Samkvæmt skýrslunni má áætla að framkvæmdir við íþróttasvæði Þórs muni hefjast eftir um 8 – 10 ár, árin 2030 – 2032. Íþróttafélagið Þór hefur frá útgáfu skýrslunnar mótmælt þeirri forgangsröðun sem fram kemur í skýrslunni harðlega, m.a. vegna þess að einungis er unnt að æfa tvær af átta greinum félagsins á íþróttasvæði Þórs vegna aðstöðuleysis. Nánast öll uppbygging íbúðabyggðar á Akureyri er skipulögð norðan Glerár til ársins 2030, eða um 3.000 íbúa byggð. Íþróttafélagið Þór telur núverandi aðstöðu ekki boðlega, hvorki fyrir núverandi né væntanlega iðkendur félagsins, en gert er ráð fyrir að iðkendum muni fjölga til muna, í takt við fólksfjölgun á komandi árum.
04.05.2022
Fyrir leik Þórs/KA og Vals í Boganum í gær fékk Margrét Árnadóttir afhenta Þór/KA treyju með „100“ á bakinu þar sem hún hefur leikið yfir 100 leiki fyrir Þór/KA. Margrét hefur spilað 74 leiki í efstu deild, alla fyrir Þór/KA.
04.05.2022
Angela Mary Helgadóttir, Krista Dís Kristinsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir hafa verið valdar í U16 landsliðið sem tekur þátt í móti í Portúgal núna í maímánuði.
04.05.2022
Þór/KA fór gegn öllum spádómum í Boganum í gær og hafði 2-1 sigur gegn Val í annarri umferð Bestu deildar kvenna.
03.05.2022
Þór/KA mætir Val í 2. umferð Bestu deildarinnar í Boganum í kvöld kl. 18.
27.04.2022
Keppnistreyja yngri flokka fylgir með æfingagjöldum.
26.04.2022
Yngriflokkastarfið hjá Akureyrarfélögunum heldur áfram að skila góðum leikmönnum upp í meistaraflokkinn hjá Þór/KA. Í dag voru undirritaðir fyrstu leikmannasamningar við átta stelpur fæddar 2005 og 2006.
25.04.2022
Þórsarar eru nú á heimleið eftir vel heppnaða viku í Barcelona.