U15 taplausir heim frá Slóveníu

Þórsararnir þrír í U15 ára landsliði Íslands stóðu sig með prýði á UEFA Development Tournament sem fram fór í Slóveníu í vikunni.

Þrjár frá Þór/KA í æfingahópi U16

Karlotta Björk Andradóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir og Tinna Sverrisdóttir æfa með U16 ára landsliði Íslands.

Jóhann Kristinn snýr aftur til Þórs/KA

Stjórn Þórs/KA hefur ráðið Jóhann Kristin Gunnarsson sem aðalþjálfara Þórs/KA næstu þrjú árin. Ágústa Kristinsdóttir verður yfirþjálfari yngri flokka og Hannes Bjarni Hannesson sjúkra- og styrktarþjálfari.

Angela lék sinn tíunda landsleik

Angela Mary Helgadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir voru fulltrúar Þórs/KA í undankeppni EM 2023.

Fjórar frá Þór/KA í æfingahóp U19

U19 landsliðið kemur saman til æfinga 17.-19. október, til undirbúnings fyrir þátttöku í undankeppni EM, en riðill Íslands verður spilaður í Litháen dagana 6.-14. nóvember.

Ungir og efnilegir leikmenn áberandi í liði Þórs/KA í sumar

Um síðustu helgi lauk tímabilinu í Bestu deild kvenna og voru alls níu leikmenn sem enn eru í 2. eða 3.flokki sem komu við sögu með Þór/KA.

Þór/KA: Hulda Björg fékk Kollubikarinn

Kollubikarinn - sem veittur er í minningu Kolbrúnar Jónsdóttur - var afhentur í sjöunda sinn á lokahófi Þórs/KA á laugardagskvöldið. Hulda Björg Hannesdóttir fyrirliði er handhafi Kollubikarsins 2022.

Þór/KA: Margrét best, Kimberley Dóra efnilegust

Lokahóf meistaraflokks og 2. flokks Þórs/KA fór fram í Hamri á laugardagskvöldið og heppnaðist frábærlega. Stemningin var einstök eins og búast mátti við frá þessum skemmtilega og magnaða hópi leikmanna sem tilheyra Þór/KA-fjölskyldunni.

Vetraræfingar fótboltans að hefjast

Mánudaginn 3.október fer yngri flokka starfið í fótboltanum aftur af stað eftir tveggja vikna haustfrí.

Nökkvi í æfingahópi U17

Nökkvi Hjörvarsson er fulltrúi Þórs í æfingahópi U17 ára landsliðsins í fótbolta.