Láki í viðtalið við Þórs-podcastið

„Það eru rosalega margir með neikvæða mynd af Þór sem birtist í því að fólki finnst Þór ekki geta spilað góðan fótbolta og að hér séu allir baráttuhundar og vitleysingar. Þetta er náttúrlega mjög skökk mynd af Þór,“ segir Þorlákur Árnason, í ítarlegu spjalli við þá Aron Elvar og Óðinn Svan hjá Þórs-podcastinu.

Ný heimasíða í loftið!

Í dag 1. apríl (nei þetta er ekki gabb) fór í loftið ný heimasíða íþróttafélagsins Þórs. Síðan er hýst af Stefnu og er því um gott norðlenskt samstarf að ræða eins og vera ber. Eldri heimasíða Þórs hefur þjónað félaginu dyggilega í gegnum tíðina og vill félagið koma sérstökum þökkum á framfæri til D10 fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum tíðina.

Þór mætir KA í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins á laugardagskvöldið 2.apríl

Þór mætir KA í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í knattspyrnu karla á morgun, laugardag kl.19.30 í Boganum.

Aðalfundir deilda

Á næstu dögum verða haldnir aðalfundir deilda, sá fyrsti verður fimmtudaginn 7. ápríl þegar stjórn Þórs/KA ríður á vaðið.

Fótboltaviðburðir frá morgni til kvölds alla helgina

Um helgina er ansi mikið um að vera hjá fótboltafólki Þórs og verður spilaður fótbolti í Boganum frá morgni til kvölds næstu dagana. Síðasta Goðamót vetrarins fer fram í Boganum þar sem stelpur úr 6.flokki, hvaðanæva af landinu munu spreyta sig og mun Þór tefla fram sex liðum skipuðum 40 stelpum sem hafa æft af krafti í allan vetur. Um er að ræða 70.mótið í Goðamótaröðinni sem hefur reynst félaginu ansi dýrmæt.

Þór/KA lagði Þrótt

Þór/KA mætti Reykjavíkurmeisturum Þróttar í þriðja leik sínum í riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins í Boganum í gær (laugardag). Baráttan um sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins er jöfn og spennandi og því skiptir hvert stig máli. Glögglega mátti sjá á leikmönnum Þórs/KA að stelpurnar vildu bæta fyrir slakan leik gegn Aftureldingu síðastliðinn sunnudag.

Súpufundur á föstudag!

Næsti súpufundur Þór verður haldinn í Hamri félagsheimili Þórs föstudaginn 11. mars klukkan 12-13 Gestir fundarins verða þeir Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ.