02.09.2024
Íslandsmót félagsliða var haldið um helgina í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. Píludeild Þórs tefldi fram fullmönnuðu liði í karla- og kvennaflokki. Liðið var skipað 15 leikmönnum, 10 körlum og 5 konum.
13.05.2024
Sunna Valdimarsdóttir og Viðar Valdimarsson eru félagsmeistarar Þórs í 501 í pílukasti. Viðar sigraði Valþór Atla Birgisson í úrslitaleiknum í karlaflokki, en Sunna sigraði Ólöfu Heiðu Óskarsdóttur í úrslitaleik kvennaflokksins.
08.05.2024
Píludeild Þórs heldur meistaramót sitt í 501 í aðstöðu deildarinnar í íþróttahúsinu við Laugargötu. Mótinu lýkur með stæl þegar spiluð verða átta manna úrslit, undanúrslit og úrslitaleikir karla og kvenna frá kl. 20 um kvöldið.
07.05.2024
Tuttugu keppendur frá píludeild Þórs tóku um liðna helgi þátt í Íslandsmótinu í pílukasti, 501. Enginn keppendanna frá Þór náði þó verulega langt áleiðis, en þó tveir í 16 manna úrslit í karlaflokki (af 116) og ein í átta manna úrslit í kvenaflokki af 16).
26.04.2024
Píludeild Þórs býður upp á ókeypis kynningu og kennslu í pílukasti á morgun, laugardaginn 27. apríl, kl. 11:00-12:30. Frítt fyrir öll að koma og kynnast þessari skemmtilegu íþrótt.
17.04.2024
Þórsarar sendu vaska sveit pílukastara suður um liðna helgi til þátttöku í Iceland Open/Masters sem haldið var í Reykjavík. Valþór Atli Birgisson náði lengst okkar manna, komst í 16 manna úrslit og spilaði til að mynda einn 11 pílna leik, sem er frábær árangur.
08.04.2024
Fjölmennasta meistaramót Þórs í krikketleiknum í pílukasti í manna minnum fór fram í gær.