Pílukast: Mót í unglingamótaröð ÍPS á Akureyri

Íslenska pílukastsambandið, ÍPS, stendur að mótaröðinni DARTUNG, unglingamótaröð ÍPS og Ping Pong í pílukasti. DARTUNG 2 verður haldið á Akureyri á morgun, laugardaginn 6. apríl.

Pílukast: Meistaramót píludeildar Þórs í Krikket

Píludeild Þórs hefur boðað til meistaramóts deildarinnar í Krikket, einmenningi. Mótið verður haldið sunnudaginn 7. apríl.

Pílukast: Páskamót píludeildar í kvöld

Píludeild Þórs stendur fyrir páskamóti sem fram fer í aðstöðu deildarinnar í íþróttahúsinu við Laugargötu í kvöld. Keppt er í tvímenningi og eru 72 þátttakendur skráðir til leiks. 

Píludeild: Boðað til aðalfundar þriðjudaginn 2. apríl

Pílukast: Kolbrún Gígja og Valþór Atli til vara á Nordic Cup

Tvö frá píludeild Þórs hafa verið valin sem varamenn fyrir landslið Íslands í pílukasti sem spilar á Norðurlandamóti WDF. Mótið fer fram á Íslandi 23.-25. maí.

Pílukast: Matthías Örn áfram þjálfari

Píludeild Þórs og Matthías Örn Friðriksson hafa framlengt samning um starf hans sem þjálfara píludeildar út árið 2024.

Fyrirtækjamót Slippfélagsins og píludeildarinnar hefst í kvöld

Pílukast: Brynja Herborg og Dilyan Kolev sigruðu

Pílukast: Úrslitakvöld Akureyri Open fram undan

Stemningin er að stigmagnast í Sjallanum enda stutt í að úrslitakvöldið sjálft hefjist. Þórsarar eiga tvo keppendur á stóra sviðinu.

Pílukast: Akureyri Open heldur áfram í dag

Risamót píludeildar Þórs, Akureyri Open, hófst í gærkvöld og heldur áfram í dag. Mögulegt er að fylgjast með beinu streymi á YouTube, eða fara á staðinn. Uppselt er á úrslitahátíðina sem hefst kl. 19.