18.03.2024
Tvö frá píludeild Þórs hafa verið valin sem varamenn fyrir landslið Íslands í pílukasti sem spilar á Norðurlandamóti WDF. Mótið fer fram á Íslandi 23.-25. maí.
11.03.2024
Píludeild Þórs og Matthías Örn Friðriksson hafa framlengt samning um starf hans sem þjálfara píludeildar út árið 2024.
24.02.2024
Stemningin er að stigmagnast í Sjallanum enda stutt í að úrslitakvöldið sjálft hefjist. Þórsarar eiga tvo keppendur á stóra sviðinu.
24.02.2024
Risamót píludeildar Þórs, Akureyri Open, hófst í gærkvöld og heldur áfram í dag. Mögulegt er að fylgjast með beinu streymi á YouTube, eða fara á staðinn. Uppselt er á úrslitahátíðina sem hefst kl. 19.
22.02.2024
Píludeild Þórs ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Það verður væntanlega ljóst um helgina þegar deildin heldur Akureyri Open með yfir 150 keppendum.
13.02.2024
Skráningar í Fyrirtkæjamót píludeildar Þórs og Slippfélagsins fóru fram úr björtustu vonum. Alls skráðu 28 fyrirtæki lið í mótið.
04.02.2024
Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í pílukasti, sótti pílufólk á Akureyri heim um helgina og var með æfingar fyrir úrtakshóp landsliðsins í pílukasti áður en endanlegt val á þeim átta körlum og fjórum konum sem keppa munu fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í vor fer fram.